Saturday, May 26, 2007

Skóladagar

Nýir tímar.
Það væri synd að segja að ungdómurinn í dag fari versnandi og sé á hraðferð til helvítis. Börn sem nálgast sweet sixteen fara saman í uppbyggjandi og fræðandi vettvangsferðir, við mikla kátínu upprennandi ungmenna.

Ég man þá tíð þegar próflok voru ávísun á gott fyllerí. Þá mættust glaðbeittir nemendur útrunnins áttunda bekk og brenndu skólabækurnar, fóru svo á ærlegt fyllerí.

Hvað er að verða um æsku þessa lands? Þetta endar bara með því að próflok verða árshátíð írþrótaálfsins í samstarfi við Hjálpræðisherinn og Skátana. Með fjárstyrk frá þjóðkirkjunni.

En ef ég er fullkomlega hreinskilin, þá lýst mér vel á þessa þróun. Lengi lifi heilbrigð æska.

Eyrún hin móðurlega.

Monday, January 29, 2007

Skortur á netföngum...

Já, eitthvað vantar af netföngum. Ég á bara netföng hjá sex aðilum. Best að hringja í Önnu eða Védísi. Finnst líklegast að þær lumi á netfangalista.

Þetta kemst vonandi einhverntíman almennilega á koppinn hjá mér.

Monday, January 15, 2007

Skólafjelagar af Hjeraði

Hæ.

Þetta er sniðug hugmynd. Ég ætla allavega að vera með og vonandi verða sem flestir með fréttir af lífi sínu, hvar eruð þið öll?

Kveðja


Heiða Skúla

Thursday, January 11, 2007

Jamm og já

Á ferð minni um hornstein austfirsks samfélags, kaupfélag héraðsbúa hitti ég Lilju Björk og Eygló Huld og var það mikið gaman. Við ákváðum að það væri hin besta hugmynd að setja upp bloggsíðu fyrir árganginn og er þetta fyrsta tilraun til þess. Ekki veit ég hvort ég næ að gera þetta þannig að allir hafi aðgang að síðunni til að skrifa en ég mun reyna mitt besta. Ég held að það eigi að minnsta kosti að vera hægt. Nú ef ekki, þá finn ég bara einhvern annan "host" sem býður upp á þann möguleika.

Meira síðar.

Svandís