Saturday, May 26, 2007

Skóladagar

Nýir tímar.
Það væri synd að segja að ungdómurinn í dag fari versnandi og sé á hraðferð til helvítis. Börn sem nálgast sweet sixteen fara saman í uppbyggjandi og fræðandi vettvangsferðir, við mikla kátínu upprennandi ungmenna.

Ég man þá tíð þegar próflok voru ávísun á gott fyllerí. Þá mættust glaðbeittir nemendur útrunnins áttunda bekk og brenndu skólabækurnar, fóru svo á ærlegt fyllerí.

Hvað er að verða um æsku þessa lands? Þetta endar bara með því að próflok verða árshátíð írþrótaálfsins í samstarfi við Hjálpræðisherinn og Skátana. Með fjárstyrk frá þjóðkirkjunni.

En ef ég er fullkomlega hreinskilin, þá lýst mér vel á þessa þróun. Lengi lifi heilbrigð æska.

Eyrún hin móðurlega.

1 Comments:

At 6:29 AM, Blogger Kristi said...

Hei.....má ég vera memm?'
Kveðja
Kristjana Jenný (Krissa)

 

Post a Comment

<< Home